Dýrið

Dýrið

Dýrið (Lamb) sem Panda lék í 2019 var valin til að taka þátt á Cannes kvikmyndahátíðinni í ár. Þar keppti hún í flokknum „Un Certain Regard“ og hreppti hún titilinn frumlegasta kvikmyndin. Þess má geta að myndin Hrútar (Rams) sem Panda lék líka í vann titilinn besta myndin í þessum flokki árið 2014. Panda var tilnefnd og vann til sérstakara verðlauna (Palm Dog) fyrir frammistöðu sína í Dýrinu. Endalaust stolt af stelpunni okkar og bæði þakklát og stolt fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í báðum þessum metnaðarfullu verkefnum með henni, ásamt því góða og hæfileikaríka fólki sem að þeim stóð. (Lísa)

Dýrið verður frumsýnd hér á landi12. september næstkomandi.

Hér er stikla úr Dýrinu


Mynd: Robert Garcia

Leave a reply