Derek Scrimgeour á Íslandi

Derek Scrimgeour á Íslandi

Hinn þekkti fjárhundaþjálfari Derek Scrimgeour heimsótti Ísland fyrri part júní og hélt hér hvorki meira né minna en fjögur námsskeið í þremur mismunandi landshlutum. Undirritaður var þátttakandi á síðasta námsskeiðinu sem haldið var á Ytra-Lóni dagana 13. – 15. júní. Námsskeiðið tókst með ágætum þrátt fyrir að veðrið hafi verið í blautari kantinum einn dagana. Það kippti sér þó enginn upp við það enda Íslendingar vanir öllu á þessum árstíma sem og öðrum þegar kemur að veðri.

Smalahundafélag Íslands stóð fyrir námskeiðinu í samstarfi við deildir félagsins. Það var ánægjulegt að sjá mikinn áhuga á heimsókn Dereks eins og fjöldi námsskeiða og þátttakanda sýnir fram á. Það skiptir máli að fá að fá heimsóknir sem þessar til að viðhalda þekkingu og stuðla að meiri útbreiðslu á notkun tamdra smalahunda. Því fylgir hvatning að hitta og þjálfa með jafn nafntoguðum smala og Derek.

Derek var ánægður með heimsóknina og sagðist hafa séð marga góða hunda og efnilega þjálfara. Hann hafði reyndar orð á að hér þyrfti ekki að sækja góða hunda út fyrir landsteinana, þeir væru hér nú þegar, en það væru jú engu að síður miklvægt öðru hverju til að viðhalda genalegum fjölbreytileika. Undirrituðum fannst skemmtilegast að heyra Derek hrósa vaxtarlagi íslensku sauðkindarinnar en hann hafði á orði að hann hefði strax tekið eftir því hversu vel holdfylltar íslenskar kindur væru.

Myndir frá námsskeiðinu á Ytra-Lóni má sjá á myndasíðunni okkar.

A few words in English…

Derek Scrimgeour visited Iceland in June for series of courses. In total there where four courses on three locations. I was a participant in the last course, held on Ytra-Lón, in the north of Iceland.

We had a good time and the courses where a big success with many participants. It is our hope that getting well know trainers like Derek will give sheep dog training in Iceland a needed boost.

I got to mention one thing Derek told us on his final day here in the north of Iceland. He told us about how well grown the Icelandic sheep is. Me, a sheep breeding nerd enjoyed that a lot.

You can see pictures from the Ytra-Lón course if you click on our photo site.

Leave a reply