Í tilefni þess að undirrituð er búin að vera pínu dugleg að þjálfa undanfarinn mánuð og það var endalaust gott veður um helgina var brugðið á leik með hunda og myndavél. Undirrituð með hunda og Alli með myndavélina eins og oft áður. Þrír ólíkir hundar á mismunandi tamningarstigum sem hafa allir tekið töluverðum framförum undanfarið. Sennilega þar sem eigandinn hefur loksins gefið sér tíma til að sinna þeim að einhverju viti :).
Mkv. Lísa