Got undan Ripley og Spaða

Got undan Ripley og Spaða

Þann 24. Maí fæddust hvolpar undan Ripley og Spaða frá Eyrarlandi. Sex litlir upprennandi skæruliðar, fjórir hundar og tvær tíkur. Þeir eru nú þegar allir farnir að heiman og tilhlökkunarefni að sjá hvernig þessi pörun kemur út. Hvolpurinn á myndinni heitir Grettir og var í miklu uppáhaldi í þessu goti.

read more →
Dýrið

Dýrið

Dýrið (Lamb) sem Panda lék í 2019 var valin til að taka þátt á Cannes kvikmyndahátíðinni í ár. Þar keppti hún í flokknum „Un Certain Regard“ og hreppti hún titilinn frumlegasta kvikmyndin. Þess má geta að myndin Hrútar (Rams) sem Panda lék líka í vann titilinn besta myndin í þessum flokki árið 2014. Panda var…

read more →
Hvolpar undan Ásu og Kol

Hvolpar undan Ásu og Kol

Þann 4. Júní fæddust hvolpar undan Ásu og Kol. Þrjár tíkur og tveir hundar. Þetta var alls kostar óvænt því þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir virtist tíkin aldrei vera tilkippileg og enginn átti von á hvolpum. Síðan byrjaði hún allt í einu að gildna svo ekki varð um villst að hún var hvolpafull. Óvænt ánægja auðvitað…

read more →
Panda frá Daðastöðum – minning

Panda frá Daðastöðum – minning

Panda, sem hefur fylgt okkur síðustu 12 árin og á þeim tíma aldrei orðið misdægurt, kvaddi okkur með litlum fyrirvara síðasta sunnudag. Mig langar að heiðra minningu hennar með nokkrum orðum. Endalaust dugleg, hraust, fjölhæf og lausnamiðuð …ef maður getur notað það orð um hund. Það var sama hvaða verkefni henni voru sett fyrir, hún…

read more →
4 of 23
12345678