Ánægjulegir endurfundir

Ánægjulegir endurfundir

Það er alltaf gaman að hitta aftur hunda sem við höfum selt úr okkar ræktun. Í gær kom í heimsókn Benedikt bóndi á Auðnum í Laxárdal með tíkina sína Skottu. Skotta er undan Pöndu okkar og Galdri. Skotta er tæplega tveggja ára. Lesa má um gotið hér.

Skotta hefur farið talsvert í kindur síðasta árið en fengið einungis minniháttar eiginlega þjálfun. Benedikt kom með hana í heimsókn til að hefja það ferli með formlegum hætti. Þetta gekk alveg ágætlega hjá þeim og Skotta virtist ánægð með þessa hugmynd. Ekki var að sjá annað en að hún mundi hafa áhuga á að koma aftur í heimsókn. Benedikt viðurkenndi að hann væri nú hálf riðgaður í þessu öllu saman en þegar leið á var ekki að sjá annað en næsti Aled Owen væri þarna á ferðinni.

Beðist er velvirðingar á lágum gæðum í myndunum en það var rigning og því var notast við gemsa en ekki fullvaxta myndavél.

Leave a reply