Nú er rétt um vika í Heimsmeistaramótið. Æfingar hafa staðið yfir í allt sumar og aukin þungi settur í þær núna síðustu dagana fyrir mót. Alli á Húsatóftum gerði sér lítið fyrir og flaug hingað til okkar síðastliðinn sunnudag og til baka seinna um daginn til að taka nokkur rennsli. Sett var upp braut á nýheyjaðri nýrækt á Syðri-Sandhólum og hún prufukeyrð í nokkur skipti með þeim Frigg og Pöndu.
Allt gekk þetta með ágætum sem er vonandi vísir að því sem koma skal í útlandinu.