Malta Jim kominn á blað!
Malta Jim var ekki lengi að skila sínu eftir að hann losnaði úr einangruninni. Strax á þriðja degi náði hann saman við unga blómarós úr Dölunum. Það skildu allir sáttir!
Malta Jim var ekki lengi að skila sínu eftir að hann losnaði úr einangruninni. Strax á þriðja degi náði hann saman við unga blómarós úr Dölunum. Það skildu allir sáttir!
Malta Jim mætti hingað í Ketilsstaði núna eftir hádegið. Eins og margir vita ákvað stjórn SHFÍ að flytja inn kynbótahund til landsins til skamms tíma og sá hundur er Malta Jim. Hann kemur hingað frá Hollandi en eigandi hans er Serge van der Zweep sem er heimsfrægur þjálfari og var meðal annars í þriðja sæti…
Ice eignaðist sína aðra kærustu í gær. Það var hún Klara frá Húsavík. Þetta var afar ánægjulegt þar sem hún Klara er úr okkar eigin ræktun, undan Pöndu okkar heitinni og Karven Taff.
Á dögunum kom fyrsta tíkin í heimsókn til að parast með honum Ice okkar. Það var hún Brá frá Flatatungu. Brá er mjög mikið ættuð úr Daðastaðaræktuninni og svo frá okkur frá því að við bjuggum á Húsavík. Þetta verður fyrsta got hennar og vonandi mun það ganga sem allra best. Myndin hér að ofan…